EpoPro 700 er tveggja þátta epoxýfjölliðuefni, fullkomlega án leysiefna, sem lagt er samskeytalaust í um 0,7 mm heildarþykkt. Kerfið samanstendur af glærum grunni og litaðri þykkmálningu sem myndar slitsterkt yfirborð.
Aðferðin byggir á sérstakri demantsslípun undirlagsins sem tryggir hámarks viðloðun. EpoPro 700 er lagt í þrefaldri þykkt miðað við hefðbundin leysiefnalaus málningarkerfi, sem veitir gólfunum meiri styrk, slitþol og langvarandi endingu – bæði í fagurfræðilegu og hagnýtu tilliti.